<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, júní 21, 2006

Ég þreif bíl á sunnudaginn. Fokking fugl skeit á hann á mánudagsmorgun, húddið og framrúðan voru ein stór hvít sletta með svörtum blettum. Þá ringdi og skíturinn fór af en ég komst ekki í körfubolta. Helvítis fuglinn?


England-Svíþjóð:
Ég horfi vanalega ekki á fótlbolta svo ég hef enga skoðun á leiknum í heild sinni, kannski flott mörk ein og sér en mér var alveg sama hvernig leikurinn fór. En hefði Svíþjóð unnið stórt hefðu Englendingar þurft að mæta Þjóðverjum í 16-liða úrslitum í stað Ekvador. Eg verð nefnilega kominn til London þegar 8-liða úrslitin hefjast svo kannski var mér ekki sama eftir allt, ég vil gjarnan upplifa stemninguna á enskum pöbb þegar landsliðsleikur er í gangi, hvað þá á HM. Ég verð í London í tvær vikur, frá 3.júlí til 17.júlí 2006 svo þið getið sleppt því að gera eitthvað skemmtilegt hér á Íslandi á þessu tímabili. Þá býst ég líka við ævarandi rigningu, drunga og leiðindum í lífríki láðs og lagar, erlend lán aukast og Halldór Ásgrímsson kaupir sér loksins stærra hús þar sem hann er ekki lengur ábyrgur fyrir öllum þeim gróða sem gekk í vasa hans og fjölskyldunnar við sölu á ýmsum ríkisreknum fyrirtækjum og annarra meðan hann sat í ríkisstjórn.

Nýr forsetisráðherra, Geir H. Haarde bað í krafti nýrrar ríkisstjórnar sveitafélög um að halda að sér höndum í stórframkvæmdum til varnaðar hækkandi verðbólgu og landreki þjóðarskútunar vegna versnandi fjármálahalla. Vonast er eftir mjúkri lendingu íslenska hagkerfisins, það má ekki við frekari þenslu, annars verður krónan innantóm við næstu kosningar. Villi tilli borgarstjóri býst þó við að bygging tónlistarhúss muni standa.
HALLÓ HALLÓ: Geir, nú þykir mér þú vera að pissa all rækilega í skóna og ætlast síðan til að aðrir reddi þér hreinum sokkum og nærbuxum ásamt túttum svo þú blotnir ekki í tærnar meðan þú stígur á blautt hálendið sökum þvagláts af stóriðjuframkvæmdum fyrrv. ríkisstjórna sjálfstæðisflokksins þar sem þú situr formennsku. Á Ríkið sjálft ekki að halda að sér höndunum í gangaframkvæmdum fyrir 1000 manns upp á ca. 7-8 milljarða, byggingu nýrra Álvera og byggingu stíflana sem þjóna aðeins stóriðjuverksmiðjum?
Tónlistarhúsið verður vonandi ,,stóriðja “ Reyjavíkurborgar meðan og eftir að húsið rís við Reykjavíkurhöfn.

Hollráð: Pissaðu ekki í skóna, það er skammgóður vermir. Enginn vill hjálpa þér úr skónum, hvað þá lána þér sokka þar sem skórnir eru þegar blautir.

|

laugardagur, júní 17, 2006

Fiskur af kjaftagelgjuættbálki fannst suðvestur af landinu í vikunni. Heitir hann Linophyrne Maderensis en hefur hann ekki enn hlotið íslenskt nafn. Þar sem þessi ættkvísl ættbálksins Linophyrne (kjaftgelgju) er kenndur við eyjuna Madeira (hefur hingað til fundist þar í hvað mestu magni) í Kanarí-eyjaklasanum finnst mér tilvalið að nefna þessa sérstæðu tegund ölvaðan Íslending þar sem þeir finnast í miklu magni á báðum stöðum, ættbálksnafn(kjaftagelgja) á vel við og eru í flestum tilvikum frekar ófrýnilegir útlits.

Yður, lesanda góðum er boðið í 5. júní-innflutnings-afmælis-teiti í mínum nýju íverustöðum. Skráðu þig til leiks í athugasemdakerfinu hér að neðan (berðu biskupinn) ef ég hef gleymt þér eða grafið. Ég mun athuga hvort þér sér ekki örugglega boðið og senda þér boð um inngöngu í teitið ásamt staðsetningu áfangastaðar. Og meðan ég man fer mannfagnaðurinn fram laugardagskvöldið 24. júní, ekki 5. júní (ég er afborinn 5. júní 1983), svona ef þú kemst alls ekki en getur þá hugsað til mín á réttu augnabliki.

|

miðvikudagur, júní 14, 2006

Heimsmeistarakeppnin í fótbolta = vinnuslæpingur og gleði litla mannsins

Næturvaktir = Einhver slær því í andlit þitt að þér séuð myglaður, en ert samt hress, nettur á kantinum, elgtannaður, bísepsaður í köku og alls ekki pjöllulegur að sjá

Fluttur að heiman = Uppvask allan daginn þegar þú ert ekki að ryksuga skít sem enginn veit hvaðan kemur, berja nagla í veggi fyrir hillur undir bækur eða krydd, þurrka af einhverju sem þú veist að mun þurfa afþurrkun bráðlega aftur hvort sem er

Sundferð = Ómetanleg (priceless)

Ég = læknanemi á Íslandi, með þrjú kláruð námsár á bakinu, engar gráður þó, vinn hjúkrunarfræðistörf á hjúkrunbarheimili í höfuðborg Íslands, borg skugganna, Reykjavík

Ég = veikur fyrir góðum skáldsögum, fegurð lífsins, súkkulaði af öllum tegundum, tónlist sem snertir mann, góðum félagsskap karla eða kvenna, vísindum á læknisfræðisviði (afar stórt svið, eiginlega ekki hægt að alhæfa svona) og áfengi að sjálfsögðu þar sem ég er ekki edrú og tel mig ekki glíma við vandamál alkóhólismans

Helgin = frágangur í nýrri íbúð, ryksuga meira og berja fleiri nagla í veggi, brúðkaup í Iðnó við tjörnina hjá frænku og manni sem vildi giftast henni, þ.a.l. drykkja , kampavín, hvítvín, rauðvín, viskí, koníak, viskí, bjór, bjór, viskí, bjór, bjór, trúnó við fólk sem ég hef aldrei hitt, Sirkus (skemmtistaður fyrir allt hitt fólkið) þar sem ég tók ljósmynd en það má ekki taka ljósmynd þar, komst að því eftir á, bjór, leigubíll heim og áfengisdauði í rúmminu heima klukkan 6:30 með linsurnar enn í augunum (í réttri röð).

|

þriðjudagur, júní 13, 2006

Það er búið að breyta lit stafa þessarar síðu! Áður voru þeir svartir, olía N-Íshafs innan lögsögu Norðmanna, núna hvítir, smyrsli í túbu til kælingar!

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?