<$BlogRSDURL$>

mánudagur, mars 29, 2004

Þetta er allt að koma 

Ég ákvað að láta verða af því. Byrja að skrifa. En ég hef nú þegar heyrt þann orðróm að ég sé versti bloggari í heimi og síðan mín sé sú lélegasta síðan biblían kom út. En ég læt þetta ekki aftra mér og held ótrauður áfram að skrifa um mínar menningarupplifanir, tónleika, leikhús, vín (stólpípur, hef heyrt að það sé gott gegn þröngum ristli) og huglæg málefni (það sem ekki tjáir nöfnum að nefna í svona opinberum pistli, ég skrifa það undir rós eða bara í ljóðaformi). En titill dagsins á vel við því ég fór einmitt á samnafna hans í Þjóðleikhúsinu um daginn. Leikendur gerðu vel og var leikmyndin afar vel uppfærð. Þá horfði ég á City of god með góðkunningjum (bakkusar) mínum. Myndin var það góð að ég mæli hiklaust með henni, ef byssur væru nú bara algengari hér á landi en gengur og gerist.
Heyrst hefur að í glasi stígi ég úr sjálfum mér og gerist Raggi Bjarna yngri. Hafa nánir aðstandendur bent mér á þetta. Er ég núna að skrifa þessa færslu í æfingabúðum fyrir fólk með máttlausa extensora í höndum. Bregðast þarf fljótt við því ef ekkert er aðhafst mun þetta taka sig upp í öllum líkamanum og ég mun þurfa að twista allar mínar leiðir með hangandi höfuð.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?