<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, ágúst 30, 2005

Jú það eru líklega flestir búnir að fá nóg af þessari síðustu færslu, alla vega ég og þessir fimm sem heimsækja síðuna daglega að ég held.
Sumarið heppnaðist ágætlega.
Ég náði þó ekki að gera allt sem ég ætlaði mér að gera. Sem dæmi má nefna:
- Læra almennilega á línuskauta
- verða sleipur í spænsku sem ég hef þó aldrei lært
- Lesa eitthvað af fræðigreinum og ná upp efni sem ég las ekki síðasta vetur
- Sofa nóg
- Hlaupa 10 km hlaupið í "maraþoninu" á Menningardag á undir 40 mín. Ég tók ekki þátt
- Fara í klippingu í Prag
- Fá áhuga á garðyrkju (ég er ekki að grínast!)
- Fá mikla reynslu sem mun vafalaust nýtast mér síðar í vinnunni (svona nokkurn veginn)
- Kaupa ekki bara gallabuxur
- Muna eftir að fara út með ruslið
- Vanrækja enga vini mína, kynnast öllum aftur sem ég hef misst af síðustu misserin
- Lesa mikið af áhugaverðum og lærdómsmiklum bókum með fullt af seiðandi fróðleik sem allir ættu að kannast við. Ég las aðallega dramatískar og sprenghlægilegar skáldsögur eftir uppáhalds rithöfunda eins og Kundera, Allende, H.K. laxness, coelho, Mann og fl.
- Verða fljótari að skrifa orð á tölvuskjá gegnum lyklaborð
- Taka mér ekki frí frá skrifum og málun
- Minnka eirðarleysi í athöfn og hugsun
- Fara út á land til að finna Íslendinginn í mér, helst Snæfellsness eða Vestfjarða
- verða ekkert veikur þetta sumarið, ég lá í rúminu síðustu vikuna
- Fylgjast með pólitík hér heima fyrir sem og erlendis
- Taka til í herberginu mínu einu sinni í viku
- Spila reglulega á pianóið til að halda mér við

Nú heldur margur að ég hafi bara verið að grínast þegar ég sagði að sumarið hafi verið ágætt. Ég var ekki að plata eða vera í ruglinu. Þetta var mjög gott sumar!

,,Ég píndi sumarið ekki í mig" (vitlaus kommutegund í gæsalöppum skaðar ekki neinn) eins og einn frægur vinur minn hefði sagt!

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?