miðvikudagur, desember 28, 2005
já, þá munu börnin á leikskólanum óneitanlega ganga undir kynskiptingu.
Geta má þess að þessi póstur sem og hinn næstferskasti eru byggðir á misskilningi, hvort rita eigi forskeytið kyn- eða kynja á undan sögninni að skipta í sínum fjölmörgu myndum.
Þá verður nýtt vandamál til, við tölum um einn kynskipting, en marga kynjaskiptinga.
Þetta tímabil í vorri sögu sem við nú lifum á, mætti því kalla án nokkurs efa, kynjaskiptin hin síðari.
|
Geta má þess að þessi póstur sem og hinn næstferskasti eru byggðir á misskilningi, hvort rita eigi forskeytið kyn- eða kynja á undan sögninni að skipta í sínum fjölmörgu myndum.
Þá verður nýtt vandamál til, við tölum um einn kynskipting, en marga kynjaskiptinga.
Þetta tímabil í vorri sögu sem við nú lifum á, mætti því kalla án nokkurs efa, kynjaskiptin hin síðari.
þriðjudagur, desember 27, 2005
Það nýjasta á leikskólamarkaðinum er kynjaskipting milli barna. Þá verða aðeins stelpur á bleiku deild og drengir á bláu deild.
Á bláu deild er fullt af bílum, trékubbum, stórum púðum til að berjast með, reipi til að sveifla sér í og margt fleira fyrir drengi til að gera þá vissa í sinni sök um að verða alvöru karlmenn er fram líða stundir, horfa á fótbolta og drekka vont kaffi ásamt ódýrum bjór.
Stúlkurnar á bleiku deild munu eiga kost á því að ganga í gegnum samskiptanámsskeið, sjá hvernig útsaumur fer fram, tilfinningar 103 og eldhús 102-303 verða fastir liðir inni á bleikunni.
Tímaskekkja? Ég fæ það óneitanlega á tilfinninguna.
En á þessum erfiðu tímum þegar enginn fæst til að vera leikskólakennari, sérstaklega í ljósi þess að námsgráða í leikskólakennarafræðum lækkar launin þín allmikið verð ég að biðja fólk um að staldra við og spyrja sig hvort einhver fáist til að vinna á þessum nýja leikskóla, sérstaklega þegar þessi nýji vinnustaður bíður óneitanlega upp á það að kalla starfsfólkið kynskiptinga.
Ég held að enginn vilji vinna í þessari vinnu og vera uppnefndur kynskiptingur, nema þá þeir sem eru kynskiptingar fyrir, en þar skutu yfirmenn leikskólans sig í fótinn, ég er nefnilega nokkuð viss um að íslenska kynskiptinga búsetta hér á landi megi telja á fingrum annarrar handar.
(Þessi póstur er ritaður með þeim fyrirvara að nýji leikskólinn mun rísa á Akureyri, en eins og bæjarstjóri Akureyrar, Kristján Þór Júlíusson tjáði landanum nýverið, eru ekki vandkvæði með að manna í stöður á leikskólum Akureyrar. Einnig má geta þess að Akureyringar eru einstaklega opnir og nýungagjarnir og gætu þessar vangaveltur því ekki skilað neinu áleiðis til forstjóra þessa nýja leikskóla þar sem þeir telji sig ekki vera að skjóta sig í fótinn með svona nýjungagirni, nema það mætti kalla þetta afturhaldssemi).
Já, þeir sem ekki skilja síðustu uppfærslu geta nýtt sér þessar upplýsingar sem ég mun rita nú á eftir þessari setningu til að átta sig á henni til fullnustu.
Ég heiti Karl Erlingur Oddason og er skamstöfun nafns míns því KEO. Alltaf þegar ég fer á háskólapóstinn minn hvern einasta dag verður mér hugsað til þessarar ferðar til Kýpur, mistökum móður minnar og föðurs, ásamt öllum bjórnum sem KEO verksmiðjan framleiðir og ástæða bjórdrykkju minnar því komin til skila.
|
Á bláu deild er fullt af bílum, trékubbum, stórum púðum til að berjast með, reipi til að sveifla sér í og margt fleira fyrir drengi til að gera þá vissa í sinni sök um að verða alvöru karlmenn er fram líða stundir, horfa á fótbolta og drekka vont kaffi ásamt ódýrum bjór.
Stúlkurnar á bleiku deild munu eiga kost á því að ganga í gegnum samskiptanámsskeið, sjá hvernig útsaumur fer fram, tilfinningar 103 og eldhús 102-303 verða fastir liðir inni á bleikunni.
Tímaskekkja? Ég fæ það óneitanlega á tilfinninguna.
En á þessum erfiðu tímum þegar enginn fæst til að vera leikskólakennari, sérstaklega í ljósi þess að námsgráða í leikskólakennarafræðum lækkar launin þín allmikið verð ég að biðja fólk um að staldra við og spyrja sig hvort einhver fáist til að vinna á þessum nýja leikskóla, sérstaklega þegar þessi nýji vinnustaður bíður óneitanlega upp á það að kalla starfsfólkið kynskiptinga.
Ég held að enginn vilji vinna í þessari vinnu og vera uppnefndur kynskiptingur, nema þá þeir sem eru kynskiptingar fyrir, en þar skutu yfirmenn leikskólans sig í fótinn, ég er nefnilega nokkuð viss um að íslenska kynskiptinga búsetta hér á landi megi telja á fingrum annarrar handar.
(Þessi póstur er ritaður með þeim fyrirvara að nýji leikskólinn mun rísa á Akureyri, en eins og bæjarstjóri Akureyrar, Kristján Þór Júlíusson tjáði landanum nýverið, eru ekki vandkvæði með að manna í stöður á leikskólum Akureyrar. Einnig má geta þess að Akureyringar eru einstaklega opnir og nýungagjarnir og gætu þessar vangaveltur því ekki skilað neinu áleiðis til forstjóra þessa nýja leikskóla þar sem þeir telji sig ekki vera að skjóta sig í fótinn með svona nýjungagirni, nema það mætti kalla þetta afturhaldssemi).
Já, þeir sem ekki skilja síðustu uppfærslu geta nýtt sér þessar upplýsingar sem ég mun rita nú á eftir þessari setningu til að átta sig á henni til fullnustu.
Ég heiti Karl Erlingur Oddason og er skamstöfun nafns míns því KEO. Alltaf þegar ég fer á háskólapóstinn minn hvern einasta dag verður mér hugsað til þessarar ferðar til Kýpur, mistökum móður minnar og föðurs, ásamt öllum bjórnum sem KEO verksmiðjan framleiðir og ástæða bjórdrykkju minnar því komin til skila.
sunnudagur, desember 18, 2005
Ég hef aldrei smakkað þennan bjór, ég hef samt farið í þessa áfengisverksmiðju á Kýpur Back in ´88 þegar muller var normið.
Ég held að þetta sé gott í maga!
Ég á kampavínsflösku (nei, það er freyðivínsflaska, ég var á vín/menningarnámsskeiði um daginn (alter ego)) frá þessu fyrirtæki sem er "flöskuð" 1983, árið sem ég kom í heiminn.
þessi maður útskýrir frekar:
Ég ætlaði að drekka kampavínið þegar ég væri orðinn stór, þegar ég var orðinn stærri gerði ég mér grein fyrir því að kampavín bragðast ekki betur með aldrinum, það eyðileggst eins og ávöxtur á borði sem er ekki borðaður!
Mamma og pabbi! Af hverju fjárfestuð þið ekki í rauðvínsflösku frekar?
Ég er víst á kvöldvakt, að vaka yfir eldra fólki, meðan ég legg á borð fyrir morgunverðinn og læt hugann reika heim undir dúnsængina sem ég veit ekki hvaðan kemur!
|
Ég held að þetta sé gott í maga!
Ég á kampavínsflösku (nei, það er freyðivínsflaska, ég var á vín/menningarnámsskeiði um daginn (alter ego)) frá þessu fyrirtæki sem er "flöskuð" 1983, árið sem ég kom í heiminn.
þessi maður útskýrir frekar:
Ég ætlaði að drekka kampavínið þegar ég væri orðinn stór, þegar ég var orðinn stærri gerði ég mér grein fyrir því að kampavín bragðast ekki betur með aldrinum, það eyðileggst eins og ávöxtur á borði sem er ekki borðaður!
Mamma og pabbi! Af hverju fjárfestuð þið ekki í rauðvínsflösku frekar?
Ég er víst á kvöldvakt, að vaka yfir eldra fólki, meðan ég legg á borð fyrir morgunverðinn og læt hugann reika heim undir dúnsængina sem ég veit ekki hvaðan kemur!