<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, september 11, 2005

,,Mikil ósköp er mikið að gera hjá þér þessa dagana Kalli!”.

-Já ég veit, þetta nálgast geðveiki, ég held stundum að ég sé að springa, það er svo mikið að gera hjá mér að heilinn á mér ræður ekki við þetta, nálgast over load.

,,Hvaða hvaða, ekki vera með svona vitleysu, þú verður að hætta þessari endemis sjálfsvorkunn, hún fer illa í hjartavegginn”.

-Það er víst rétt hjá þér. Ég er nú líka búinn með mesta madnessið eins og staðan er núna, þ.e.a.s. skipuleggja æfingabúðir að Þjórsárverum fyrir 2.árs læknanema.

,,Æfingabúðir fyrir hvað?”

-Ástráð, forvarnarstarf læknanema. Ég eldaði t.d. 12 lambalæri í einni lotu í gærkvöldi og reddaði meðlæti ásamt nokkrum óeigingjörnum samstúdentum mínum fyrir rúmlega 40 manns. Þá var líka mjög skemmtilegur ratleikur sem við fórum í, gekk upp á að vinna saman, brjóta ísinn í samskiptunum við félagana og krakkana sem þau eru að fara að tala við í vetur.

,, Vá, 12 læri, við erum að tala um 3 lömb”

-Ég veit, ég var einmitt að hugsa út í þetta, þau hafa verið dugleg að borða safaríkt kjöt, þau voru svo bragðgóð. Ætli þau hafi verið eitthvað skyld?

,, Jú, jú, þetta voru systkini að Norðan, ættuð vestan við Skjálfanda”

-Þá við Eyjafjörð?

,,Nei.”

-Það róast nú aðeins vinnan við þetta forvarnarstarf en madnessið verður þó langt um meira í Borgarleikhúsinu á næstunni.

,,Já í sambandi við sýninguna Woyceck sem þú syngur í. Þetta er frekar skemmtilegt lið þarna í Vesturporti, ég man eftir mörgu skemmtilegu sem það hefur gert”

-Ég man líka eftir mörgu skemmtilegu sem það hefur gert!

,, Bara minna en vika í frumfrumsýningu, rúmar þrjár vikur í lokapróf í sýkla- og veirufræði og rúmar fjórar vikur í Londonreisu til West End að flytja leikritið fyrir framan fullan sal af hástétt og lágstétt Londonbúa”

-Já nóg að gera, ég er farinn að sofa.

,,Ég vissi það nú, góða nótt”

-Takk fyrir spjallið og sömu leiðis.


|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?