<$BlogRSDURL$>

föstudagur, desember 31, 2004

Þá kom nýtt ár! 

Hvað hefur verið að gerast síðan síðasta uppfærsla var gerð?
Ekki mikið. Margir gamlir vinir hafa verið að bætast í hópinn, mikið af tónlist hefur gengið í líf mitt eftir að ég fékk iPod í jólagjöf frá gjöfulum foreldrum. Margir hafa sagt að ég sé orðinn einskonar klassík hálviti. Það er nokkuð til í því. Mattheusar passía Bach´s, píanótónlist Chopain, endurreisnartónlist Monteverdi, Da Palestrina, Orlande De Lassus, Rússnesku meistarararnir Stravinsky, Prokofiev, Rachmaninov og Tékkneski Dvorák, Strauss, Schubert, Schumann og jafnvel Wagner hafa verið í nokkru uppáhaldi síðustu misseri en nú er poppið og hip hop að koma sterkt inn. Mikið sagt.
Hvar er aðal áramótapatíið????????????????????????????
1) Hjá einhverjum gellum úr Listaháskólanum, á 101 svæðinu
2) Hjá Guðmundi gamla vini úr MH og Köben
3) Heima hjá mér sjálfum
4) Þriðja ári í læknisfræðinni, í Fossvoginum
5) Niðri í bæ á balli með Pöpunum
6) Við Tjörnina með sjálfum mér
7) Hjá frænku minni í Laugardalnum, gæti varla troðið mér þar inn
8) Heima hjá Ölmu vinkonu með Jónfinn, Færeyskum föður hennar sem er ávallt til í flipp og skemmtilegheit þar sem hlustað er á tónlist að mínu skapi
9) Ekki bara neinstaðar, krassa í partí hjá fólki sem ég þekki ekki og vera asnalegi gaurinn sem drakk of mikinn Vodka
10) Kaupa flugmiða til Danmerkur, hitta Dalla vin minn og Bjössa Hönk til að upplifa gamla tíma Back In 2001, fullur í miðri Köben, ekkert plan, bara flipp

Allt er hægt en erfitt er að velja á milli svona valkosta. Ég verð líklega góður á því heima, læt allt ráðast á síðustu stundu (um Hálf eitt eða tvö) og skemmti mér konunglega með þeim sem nenna að mæta mér á förnum vegi!

Í kvöld fór ég í fjölskylduboð, drakk góðan bjór sem líkist Brittish Ale, spilaði spil, tapaði, sagði allt of grófa brandara, borðaði full mikið eins og vill gerast um jól, milli þeirra og nýárs og endurnýjaði gömul kynni við fjölskylduna síðan fyrir ári.

Hvað gerist svo á nýju ári?
nýtt nám?
nýjar skoðanir?
Nýjir ástvinir?
Sama fjölskyldan?
Sömu gen?
Aðrar áherslur?
Nýjir vinir?
Gamlir og gildir vinir?
Slys?
nýr tónlistarsmekkur?
Uppgötvanir?
Hamfarir?
Framfarir?
Lekanda faraldur?
Lífeðlisfræði?
Lífefnafræði?
List?
Ljótleiki?

Ég á tvær glænýjar frænkur sem íslenskt séð fæddust báðar á jóladag og megi gleði, lukka og hamingja fylgja þeim.

|

fimmtudagur, desember 23, 2004

Spariklæðin, tindabykkja og þúsundkallar 

Ég svaf til tvö í dag, tólf klukkustunda svefn gerir engum manni illt. Skata gerir manni hinsvegar illt ef búið er í fjölbýlishúsi með óþéttum hurðum.

Það er komið á hreint, rauði búningurinn sem jólasveinar ganga í er spariklæðnaður þeirra íslensku sem þeir nota óspart þegar þeir skemmta á jólaböllum. Þetta sagði Kertasníkir í samtali við fréttastofu ríkissjónvarpssins í kvöld.

Jólagjafir geta orðið afar dýrar, ég gafst upp í ár á að ofreyna mig með því að leita af ódýrum en góðum gjöfum, svo ég kaupi bara það sem mér dettur í hug óháð verðmiðanum. Þetta er ósnjallt fyrir fátækan námsmann sem lifir á hótel mömmu og launaseðlum foreldra. Allir varasjóðir eru tómir svo nú þýðir ekkert nema betla meira af foreldrum (ég þoli ekki hvað ég er háður foreldrum mínum, eins og hvítvoðungur á brjósti) eða ganga beint inn á glæpabrautina.

Ég vildi ekki vera einstæð móðir á jólunum, hvað þá tvístæð. Eru tvístæðar mæður þær konur sem hafa hafið sambúð með annarri konu?

Síðast þegar ég fór á Laugaveginn á Þorláksmessu festist ég í Skífunni í klukkutíma. Þegar ég komst út var svo mikill troðningur í gangi að ég horfði á barnakerru falla saman vegna þessa. Faðir barnsins í kerrunni rétt náði að rífa barnið upp áður en gallagripurinn féll saman. Því er um að gera að passa vel upp á sitt innra barn, næra það og vera ekki að ganga pent í pakkana heldur rífa af þeim og gleyma að kíkja á kortið.

|

þriðjudagur, desember 21, 2004

Wonder why Stevie Wonder sees things 

Staðreyndir lífsins.
1)Ég fór á snjóbretti á laugardaginn og datt drullu illa þegar ég ætlaði að gera 180 method með hægri fótinn á undan. Úlpuermin brettist upp þegar ég datt fram fyrir mig, þá peysuermin og svo þegar engar ermar voru eftir til að brettast upp tók skinnið við að fletjast upp. Ég sagði: ,,What ever man" og hélt áfram niður brekkuna. nú er sárið orðið fallega dökkt og hrjúft.
2)Ég fór á fyllerí um helgina og er ennþá þunnur
3)Bobby Fischer kemur til íslands, eignast íslenska konu sem er ekki orðin 24 ára þótt það skipti engu máli hvort sem er. Barn kemur í kjölfarið sem finnst skák leiðinleg en hefur mjög gaman af föndri. Það kemur út nýtt spil sem heitir the Fischer game sem er skák og Settlers í bland þar sem frjáls uppröðun er á leikmönnum og markmiðið er að tefla sig í gegnum heiminn sem er leikborðið. Byrjar með ekkert vegabréf, lítinn pening, þeir sem komu körlunum fyrir á Bandaríkjunum eru óvinir þínir, Japan er fangelsið og Ísland er heimalandið eða lokareitur en til að komast þangað þarf að koma þangað einu sinni áður og kasta sexu á teningi.
4)Til að kaupa allar jólagjafirnar í einu á spottprís er best að fara á Kaffi Austurstræti og tala við nokkra landsþekkta smákrimma ef þeir eru nú þegar ekki komnir á Hraunið í jólasteik og áramótapartí.
5)Það er jólaglögg í kvöld, Bjössi vinur heldur stúdentsveislu, vinir hafa klárað próf, það er slabb og götur sleipar viðkomu og Alma svarar ekki símanum sínum. Það verður margt að gera í dag og kvöld svo best er að byrja á einhverju, jafnvel lesa nokkurhundruð blaðsíður í Angels And Demons eftir Dan Brown.


|

mánudagur, desember 20, 2004

Bobby Fischer, Fischer Price leikföng! 

K-bar, once again, down again.
það var farið á kaffibarinn á laugardaginn. Ég tróð mér í röðinni og var kominn fremst í röðina eftir um 10 mínótur. En eins og fólk flest veit eru tvær raðir inn á öll betri öldurhús í bænum, ekki séríslenskt, bara hér á landi komast flestri inn í elite röðina ef þeir fóru saman í grunnskóla með vin dyravarðar eða gáfu viðkomandi dyraverði lostafullt auga síðustu helgi. Allavega var ég ekki í þessum hóp. það gengu um 21 maður fram hjá mér og inn á sveittan skemmtistaðinn meðan ég stóð fremst í almúgaröðinni fullur og undrandi. Jú, jú Sveppi og Pétur úr 70 min. mega svo sem fara á undan mér inn, þeir eru búnir að gera samning við Norðurljós og Símann, þeir eru að meika það. En að þeir séu með sjö vini sína sem svo aftur koma út til að benda á vini sína um að koma inn, samanlagt um 16 manns. Ef þetta hefði verið Björk eða bara Hilmir Snær, þá hefði ég ekki verið frekar pirraður þar sem þessar manneskjur hafa gefið mér skemmtun eða performans sem situr eftir í huganum. En þessir ungu menn sem munu hverfa af ókeypis dagskráliðum íslenska ljósvakans í kvöld með lokaþætti á popptíví hafa nú líka skemmt manni ágætlega með að drekka hráka, sokkasafa og mjólk með matskeið af kanil í. Jú blessaðir verið þið, ég brosi bara til þeirra og vinka þeim ef þeir líta í áttina til manns.

En hví er þessi tvíraðamenning svona sterk í hinni íslensku þjóðarsál? er þetta vegna hinnar ótvíræðu stéttaskiptingu sem áður fyrr ríkti? Annað hvort áttirðu kot eða eign, að öðrum kostum varðstu að vera vinnumaður eða kona, eða einfaldlega ómagi. Kannski svipaðar raðir hafi myndast fyrir utan Kaupfélög danskaranna, eftir að beðið var eftir nýja orméttna mélinu. Þá voru það allar undirgefunnar og dansksleikjunnar sem komust í mélið á undan og sluppu við að borða það mjöl sem hafði skemmst vegna eimunnar og rotnunar í formi sveppa sem oft leiddu til ofskynjanna og þar af leiðandi draugagangs og galdrabrenna.

Nú kemur í ljós að íslensk stjórnvöld buðu Bobby Fischer hingað til lands í trássi við Bandarísk stjórnvöld. Kemur það nokkuð á óvart þar sem íslenskir valdhafar hafa haldið í skottið á þeim bandarísku síðustu ár og reynt að nudda sér upp að fótum þeirra með þá von í hjarta að nokkrara flugvélar og Kanar verði hér á íslenskri grundu í nokkur ár til viðbótar. Hafa félagarnir í framsókn og bláu áttað sig loks á því að herinn sé að hverfa héðan hvað svo sem þeir samþykkja, eru sammála eða hitta marga ræðismenn frá the USA. Nú er nokkuð víst að allar keflavíkurgöngurnar eru að skila sér þótt Fischer hafi aðeins keyrt leiðina tvisvar.

Halldór í herinn, herinn burt segi ég nú bara þótt hann sé hinn ágætasti kall.

|

laugardagur, desember 18, 2004

próf er til lukku 

Ég hef þegar lýst því hvernig mér líður, eins og Michael Bolton sé að keyra á jarðýtu inni í hausnum á mér með Madonnu blastandi í útvarpinu. Ég er alveg búinn eftir þessa prófatörn, um 20 dagar í stanslausum setum yfir bókum með eyrnatappana mundaða við öll tækifæri ef lætin verða of mikil í samstúdentum mínum. Ég er ekki með eina örðu af krafti eftir í líkama og sál, get varla horft á sjónvarpið. En það er til heill lítri af Vodka inni í herbergi hjá mér og mamma og pabbi voru að koma frá útlöndum svo ekki vantar bjórinn. En hvað um það, ég held ég slappi bara almennilega af, sofi nóg og borði góðan mat, tek jafnvel upp hlaupaskóna mína ef kraftur gefst til.

Að hugsa sér, tvær frænkur mínar eru að fara að eignast barn. Hún Lilja Birgis. og Halla eiga von á sér 20. desember svo ég er á leiðinni til annarar frænku minnar, Katrínar til að gefa frá okkur nokkra pakka en Halla og Arnar maðurinn hennar eru staðsett í heimsborginni Barcelona.


|

föstudagur, desember 10, 2004

Þetta er það! This is it!  

Ég er maður með mönnum. Ég er farinn að horfa á Alþingi. Það er umræða um hækkun skráningagjalda. Er þetta óbein skólagjöld, kannski bein, ekki kjaftæða, horfðu á staðreyndirnar, vertu kúl, syngdu taxman með Bítlunum og gott ef ekki smá glott leynist undir hörðum skráp staðreynda.
Who gives a f***, anyway, eigum við öll ekki hvort sem er eftir að borga skatt og gjöld upp undir grafarbarminn. Nú vill fólk kannski meina að ég sé farinn að hallast á hægri kantinn. Nei, nei ég er slakur á kantinum, er orðinn afar þreyttur á þessu gjammi og kjaftæði, niður með Alþingi, þetta er ekkert nema kökuhús með frauði innan í. Alla vega var mynd af Alþingishúsinu gerðu úr piparkökum í blöðunum í dag

Viskudallurinn:Vel á minnst, maður leikur hvorki né spilar skák, maður teflir skák. Þetta sagði hann Friðrik Thor(kíkið á bloggið hans, mjög áhugaverð síða; http://frikki.bloggari.com/) mér þegar við vorum á leiðinni á KFC. Þar hittum við (ég, Ólöf, Friðrik, Árni og Arndís, við fórum á Mumma, bílnum hennar Ólafar, hún fær mad propps fyrir góðan kagga) mikið af öðru námsfólki sem maður kannaðist við þótt maður sé nú eiginlega í sínum eigin heimi í þessari fræðigrein sem ég stunda, einhver hélt á glósum í sveittum lófa meðan pantað var tower borgari, pepsí og brún sósa til að smella á franskarnar sem fylgdu með.

Já það voru próf í Háskólanum í dag, viska nemenda vall úr sjálfblekungum og blýöntum þó umræður Alþingis hafi snúist um kjaftæði og grín. Persónulega gekk vel og veður að segjast, undirbúningur var meiri en fyrst þótti. Ragnar vinur og fyrrv. kórfélagi, núverandi upptekni gaurinn var kominn með bjór í aðra þegar ég hringdi í hann eftir próf, rétt upp úr tólf.
Ég veit ekki hvort þið trúið því en þar sem ég tók prófið var verið að lakka hurð og lyktin var óþolandi sterk, ég fékk í magann af því einu að labba á ganginn fyrir framan stofuna. Samt gekk ágætlega, ef ég fæ ekki viðunandi einkunn kæri ég Háskólann og segist hafa hlotið langvarandi heilaskemmdir af þessum eiturgufum, en ég segi þeim ekki að einu sinni hafi ég lakkað allan sumarbústaðinn minn á stuttum tíma. Annars man ég ekki eftir því.

Og bæ ðe vei, ég á fokking fartölvu í dag, til hamingju ég.


|

þriðjudagur, desember 07, 2004

Ég misskildi, mismælti, mismældi og fór á mis  

Halldór Ásgrímsson hlutgerfingur hins íslenska ríkis og valds er mættur á svæðið. Það er hægt að hafa gaman af kallinum, hann er farinn að brosa út í annað og er alltaf með einhverjar handapatshreyfingar. Þá skal ég alveg viðurkenna að hann er ekki eins einfaldur og ég hélt, þ.e. persóna og vitsmunavera, hann er alltaf að sanna sig fyrir mér. T.d. í Kastljósinu í gær þá fannst mér hann bara koma vel fram og hélt sér alveg við efnið, skildi kannski ekki eina spurninguna sem hann svaraði einhvern veginn svona: ,,Jú það má alveg skilja það þannig ef svo er á litið!". Ég skildi nú spurninguna ekki sjálfur. Endilega kíkið á Kastljósið á http://www.ruv.is, athugið frammistöðuna hjá þessum valdamikla selskinnsmanni. Þá mæli ég einnig með þættinum hlaupanótunni sem er nær daglega á dagskrá Rás 1. Ég er ekki sammála þessum manni, en maður getur nú alveg eins sætt sig við það sem maður hefur á hverjum tíma og jafnvel farið að þykja svoldið vænt um það.

En tíminn er afstæður eins og góður maður sagði eitt sinn. Það er bara eitt sem þessi góði maður Einstein klikkaði á. Það var upplifun tímans, hver og einn upplifir tíma á sinn eigin hátt: Það er vitað að það er ekki hægt að upplifa ljóshraða því eitthvað með massa mun aldrei komast svo hratt því til þess þarf óendanlega orku. Ég man t.d. eftir því að þegar ég var yngri þá leið tíminn mun hægar, þá höfðu líka ekki orðið svona miklar oxunarskemmdir á vef í líkamanum mínum en það er talin ein helsta ástæða öldrunar.

Hafið þið ekki tekið eftir því að tíminn líður hraðar í innöndun miðað við útöndun?

|

mánudagur, desember 06, 2004

Það sem ég vildi sagt hafa 

Ég gleymdi aðal málinu síðast þegar ég skrifaði inn á þetta svæði. Þetta hefur allt með bónusferðina að gera. Málið er að það kom nokkuð óvenjulegt fyrir mig. Þarsem ég stóð í röð að kassa númer 4, sýndist mér þessi röð vera óvenjulengi að ganga. Ég leit í kringum mig og sá útundan mér að röðin á kassa númer 2 væri mun fljótari að ganga. Þá dugaði ekkert til nema að treysta á innri skilningavitin og skipta um röð. Þreytulegar húsmæður með jólakvíða í munnvikunum og ungt námsfólk með trefil um hálsin gaf mér auga með vott af fyrirlitningu; hvað er maðurinn að gera, heldur hann að sér gangi betur en mér að finna styðstu röðina? Eins og flestir vita gengur þetta nær aldrei. Ef þú ferð í aðra röð en þú valdir í upphafi af því að þú heldur að hún gangi fljótar fyrir sig, þá hafðirðu vitlaust fyrir þér, þetta er eins og að skjóta sig í hnéð, allt gengur hægar eftir að skipt er um röð. En vitir menn, þetta gekk eins og nýsmurður bíll, ég var kominn út á undan nær öllum þreyttu húsmæðrunum sem voru í bónus þá stundina, einnig sá ég gamla stærðfræðikennarann minn, góðan á því en í lengstu röðinni, það var eins og röðin hans gengi ekki fram, heldur til baka. Já þetta varð yndislegur dagur, allt virtist ganga svo vel og rigningin(blautur snjórinnn) hvarf, ég keypti mér ís með heitri súkkulaðisósu. Þetta var svona ómetanlegur dagur sem kemur allt of sjaldan.

|

miðvikudagur, desember 01, 2004

Lottó er almenn þjónusta 

Ég fór í Bónus um daginn, eða bara á mánudaginn. Það var margt sem ég þurfti, keypti banana, jarðaber, jógúrt, súkkulaði, sykur, egg. Þurfti ekkert af þessu, keypti bara það sem stóð mér næst hverju sinni sem ég man að ég var í verslun að "skaffa" nauðsynjar til næstu daga (sem ég gerði ekki). Ég var svo utan við mig að ég hugsaði ekki út í hvað ég þyrfti að taka með úr versluninni sem gæti nýst mér til matar og bruðls.
Ég hef verið andlega fjarverandi síðustu daga, próf að hefjast svo ég undirbý mig sem best ég get með andlegri hvíld sem getur kostað sitt.

Það er allt að gerast í Úkraínu. Ég gleymdi einum möguleika á svindli mannsins sem er á undan í stafrófsröðinni, Viktors J. : Kjörstjórn væri algjörlega á bandi (skyldmenni og gamlir spilafélagar) fyrrv. yfirlýstum sigurvegara. Þá á fyrrv. yfirlýstur sigurvegari, Viktor J., að hafa skrifað hinum Viktor J. bréf eða bænarskjal þess efnis að hann ætti nú að gefast upp og lýsa sig (Viktor J., fyrrv. yfirlýstan sigurvegara)sigurvegara kosninganna eða þá að Viktor J., fyrrv. yfirlýstan sigurvegara og hinn Viktor J. myndu hætta við, hefja nýjar kosningar án framboðs beggja fyrrv./núverandi keppinauta.
Fólk segir Úkraínu næst klofið milli austurs og vesturs. Þá skrifar kona aftan á Moggann þess efnis að þetta séu nú svona meira íþróttamótmæli þar sem fólk telji þetta vera töff og til hollustu líkama og þjóð.
Ég man aðeins eftir manni sem ég hitti í lest í Póllandi fyrir 3 og hálfu ári. Hann sagði að vodkinn væri þrisvar sinnum ódýrari í Úkraínu en í Póllandi, þá er nú mikið sagt.

Þá virðist Íslenska ríkið vera að brjóta alþjóðar sáttmála þess efnis að lottó sé landamæralaus starfsemi innan þess sambands sem um ræðir, en Íslendingar hafa lög er meina erlendum lottófyrirtækjum eða leikjum að stunda starfsemi sína innan landsteinanna. Svo vill til að lottó er skilgreint sem almenn þjónusta. Þetta er því mikill sigur fyrir alla lottó unnendur landsins.
Hafði Berlusconi hönd í bagga þarna? (Alvitað er að Ítalir eru mesta lottóþjóð heims.)


|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?