<$BlogRSDURL$>

mánudagur, maí 31, 2004

5 min blogg 

Lenti i algjoru rugli, missti af flugvelinni til America, vard frekar stressadur en sa svo litla astaedu til. Allt reddadist, eg graeddi auka dag i London, for a sofn, labbadi af mer nyju blau skonna og drakk dokkan bjor i bland vid volgan ale. Vona ad eg missi ekki af flugvelinni a morgun, tha erum vid ad tala um fucked adstaedur.
Kvaddi fa'a en reyndi ad hringja i tha i dag, Raggi, Boas, Siggi og Bjossi svorudu ekki, en sumir svorudu og fa their propps fyrir thad.

Lifid heil thangad til naest

|

miðvikudagur, maí 26, 2004

New York, New York 

Nú er allt til reiðu(eða að verða það), passi, gjaldeyrir, kreditkort, batterí, nóg af nærbuxum, sokkum og stuttermabolum, vekjaraklukka, læknisvottorð, flugmiðar, tímar og númer, bækur, félagi með í flugið til Bretlands, klipping á morgun, kveðjustund daginn eftir, jafnvel tjaldferðalag fyrir eða um helgina, nóg af kaffi, nótur, góð tónlist, goodshjit matur, brum birkitrjánna, sól Íslands, myndir af fólki sem vekja ánægjulegar tilfinningar, ást, hugarfriður og minningar um góða tíma = fullkomið ferðalag.
Nú er sól úti en enginn vill koma út og vera memm. Nema kannski amma Dúna sem er ávallt hress á því, klikkar aldrei á bakkelsinu, sögunum og góða skapinu þegar maður sækir hana heim. Nú fer ég í sund og læt mig fljóta í djúpu lauginni, horfandi á himininn og dreymi blátt í takt við himininn.

Borgin speglar sig
í gluggum húsanna
með litríkan bakgrunn
í formi gluggatjalda

Allsber maður
gengur við Miklubrautina
sáttur með veðrið
en gleymdi hattinum heima

Velklædd kona
á Austurstræti
ósátt við verðin
skuggarnir kæla í henni ofsann

Maður áður búsettur á Kleppi
býr nú á Austurvelli
neitar að fara
löggan tekur í handarkrikann á honum

Þingmenn og leikskólabörn
fagna sumrinu
kaupa sér saman ís
börnin splæsa íssósunni



|

mánudagur, maí 24, 2004

Two thumbs up 

Ef einhver þarf hjálp, talið bara við mig. Ég get sett þig í fatla, spelkur, andað inn í þig eða brotið á þér rifbeinin, hef æft mig á Önnu sem er norsk, eða bara sett sárabindi á einhver meiðsl, líkamleg og andleg. Ég er hálfnaður með skyndihjálparnámskeið og hef klárað samskiptafræði með sálfræðiídýfu. Annars geturðu alltaf bara huggað þig við mitt fallega andlit og ótrúlegu vitsmuni. Nærvera mín er eins og sólarupprás sem endar aldrei, tekur aðeins litaskiptum, fjólublár, rauður, bleikur, gulur í bland við bláma himins sem breiðist út líkt og dögg í þoku morgundagsins.

kulnar lausrofnar neglur
Sem skerast í húð
Fótkalt hádegi
með skorpnu rúnstykki
síðan í gær
Cut the crap

|

fimmtudagur, maí 20, 2004

bakhandarspil 

Ristuð beygla + Philadelpia hvítlaukaostur + tómatar + 22% ostur = Gott með espresso kaffibolla. Það stenst fátt þessa samsetningu þegar karlmaður á þrítugsaldri(var dæmdur í hausverk) vill borða rómantískan morgunverð með sér og sínum. Um daginn fór ég til læknis, þurfti að grafa upp allar tímasetningar á bólusetningum og fara í berklapróf, það er ókeypis svo ef þú ert ekki viss og vilt láta tékka þig, farðu þá í rauða húsið með turninum gegnt Austurbæjarskóla.
Ætla að koma mér á Listasafn Íslands og skoða Michael Jackson með þrjár hendur, haldandi á apa og útskreyttan gylltum blómum. Þá vil ég ganga á kaffihús og jafnvel skreppa í bíó, kannski einn, kannski ekki.

Rachmaninov, Beethoven, Ravel
ríkja á himninum hátt.
Disney og djöflar, far vel
Dick Cheney getur sig átt.

|

miðvikudagur, maí 19, 2004

Og nú var kátt í höllinni, höllinni, höllinni, og nú var kátt í höllinni, höllinni. 

Í kvöld kemur Anna Rut heim frá útlöndum. Þá er Anna Rut ekki lengur í útlöndum(Ath! Spáni) heldur í Íslandi þar sem hún fæddist (skv. minni bestu vitund). Ég hef líka farið oft til útlanda. Í sumar sem er komið, fer ég til útlanda. Bandaríkin eru stórt land með miklum öfgum. Í gær fór ég enn eina ferðina niður í bæ, ákvað að breyta til og fara á Circus. Þar var Benni tónmeistari að spila. Þar(sem og annarsstaðar niðri í bæ) hitti ég mikið að góðu, fallegu og skemmtilegu fólki sem létti mér stund með nærveru sinni.
Mamma og pabbi eru alltaf frekar góð á því. Í gær þegar ég kom heim beið mín rós og rauðvínsflaska á borðinu og mamma að elda magnaðan grænmetisrétt. Aðeins vegna þess að ég er búinn í prófum.
Fór einnig um helgina á útskriftartónleika Melkorku Ólafsdóttur sem spilar aðallega á þverflautu, þó er henni margt annað til lista lagt, eins og að skrifa ljóð. Hún gaf út samfara útskriftartónleikum sínum tvær ljóðabækur, ég keypti eina og fannst hún mjög áhugaverð og upplífgandi. Tónleikarnir voru einnig afar vel heppnaðir, allt frá Mozart til frumfutnings framúrstefnuverka. Mjög vel spilað og af tilfinningu, oft mátti halda að hún væri farin að stíga indverskan dans á sviðinu þegar hún var með hendurnar svona upp í loftið öðrum meginn við sig. Ég gæti ekki haldið höndunum svona lengi uppi þótt ég telji mig Karl í krap(p)inu.

Love Story is a great Themesong
I also love women in thong
Though sometimes when your heart goes wrong
the hours want to get pretty long

|

laugardagur, maí 15, 2004

Óli grís í Bónus 

Nú er maður bara aftur dottinn í bjórinn, og það með Jónsa Eurovisionstjörnu, hann er frekar góður á því, féll lítið í tónhæð að þessu sinni kallinn. Ég aftur dottinn fyllerí og allir líka. Allir bæinn, fullir og góðir, klappandi hvor öðrum kinnina.
Nú þarf ég að fara út á lífið og læra samskipti því það er próf í samskiptafræði hjá mér á þriðjudaginn. Ég fell pottþétt ef það verður farið að spyrja um samskipti kynjanna, ég er orðinn svo ryðgaður í þeim, gellur bíta ekki á ryðgaðan öngul, ég vona einnig að prófið verði ekki munnlegt, eða? Svo bara stanslaus gleði og líf í upphæðum þar sem jesús og guð halda í hendurnar á mér og við dönsum vikivaka langt fram á rauða nótt.
Ég vil tileinka þetta blogg Ragnari Guðmundssyni(hann svarði ekki símanum sínum núna áðan) fyrir að vera búinn í prófum, alltaf góður í honum og ef einhver fann upp flippið þá var það hann.
Slúður dagsins: Óli forseti kom heim til Íslands til að sækja launatékka dóttur sinnar, hún fékk of lítið útborgað. Óli varð alveg mad og heimtaði að fá að tala við vaktarstjórann í Bónus, vék sér að honum og fór að rífa kjaft, en vaktstjórinn reif bara kjaft á móti. En hver var mættur í röðina að kassanum í Bónus í Holtagörðum, enginn annar en Dabbi Odds sem var að kaupa kótiletturnar fyrir helgina sem hann ætlaði að grilla með Kára og Hrafni félögum sínum. Hann Heyrði Hvert einasta orð og ákvað að fara með þetta beint í fjölmiðlana. En eitthvað kom þetta vitlaust upp úr honum í Velvakanda og mátti túlka þetta þannig að Óli en ekki vaktstjórinn væri óhæfur til að vinna sín verk. Svo Dabbi vildi biðjast Óla afsökunar en gat það ekki vegna orðstírs sinns sem orðheppnum manni.

|

föstudagur, maí 14, 2004

Lóðerí og fylleri 

nú er blindfullur, á næsta pöb, með Havana Club. Kannski ekki alveg núna en síðustu dagar hafa verið þannig að dagurinn endar alltaf á öldurhúsum borgarinnar með bjór í görnunum. nú er verið að fara út á lífið eins og Einar Ben. sagði forðum daga, en skemmtun verður á meðal læknanema í kvöld, sem og teiti hjá frænku minni og tónleikar í Hallgrímskirkju. Í stað þess að skipuleggja hvernig ég kemst á allar þessar uppákomur sit ég fyrir framan tölvuna í bloggeríi og er að verða of fullur til að keyra.
Að keyra já, það er ekkert bensín á bílnum svo ég kemst hvort eð er ekki neitt. Nema ég fari á gamla DBS hjólinu mínu sem er 30-40 cm hátt og með litlu lofti í dekkjunum. Það er nefnilega búið að stela fjólubláa Wheeler 1800(Villa) hjólinu mínu. Nei það var ekki lillablátt. Nú fer ég niður í bæ að blikka gellur(illa klædd og hávaðasöm kona) og vera bara frekar kúl á því eins og ég alltaf er.
Listahátíð comming up, kúl sýningar en bödgetið hamlar arti farti gjörðir. Ég virðist hafa gleymt að minnast á Ingu Láru vinkonu mína sem er komin heim, frekar góð á því og hatar ekki að deila eplatóbakinu sínu sem hún reykir í vatnspípu. Svo vil ég líka minnast á Sigga sem er alltaf í chillinu, Ragga sem er alltaf að lesa lögbækur, Steinunni Skjenstad sem er alltaf að syngja the classicals og Bjössa sem ætlar að vera hönk þegar hann er orðinn stór. Samt vil ég tileinka þetta blogg Steingrími J. Sigfússyni fyrir að kalla Dabba Odds gungu og druslu í beinni á ríkisfjölmiðlunum sem Dabbi vill fyrir alla muni halda við(sem og ég líka).

Tónkafli dagsins er "Kyrie" úr H-moll messu Bachs, Steinunn hvenær er þetta á dagskránni hjá þér?.

|

mánudagur, maí 10, 2004

Magnað%að%hafa%ekkert%til%að%gera  

Um helgina var farin ein magnaðasta sumabústaðarferð sem farin hefur verið á Íslandi eftir að Davið Oddsson hætti að mæta á Þingvelli á fyllerí með Berlusconi. Þetta var fullkomið, Góður matur með góðu rauðvíni, góðar stúlkur í skemmtilegu skapi, góð bátsferð með mögnuðum söng, heit pottaferð með skemmtilegu ívafi, góður bjór sem allur kláraðist, Frábær tónlist(að mínu mati) sem ég fékk næstum sjálfur að sjá um(samt engir madrígalar eða messur eftir Bach), góður stemmari daginn eftir þar sem borðaður var góður morgnmatur og sumir fóru í krikket Þrátt fyrir mikla þynnku. Við vorum sjö í allt, kynjahlutföll með hinu besta móti og veðrið var afar gott. Bóas documentaði ferðina afar vel með 467 myndum, fleiri voru einnig með myndavélar svo manni leið eins og Das Model í einn dag.
Ég er því næst að gera mig tilbúinn fyrir ferð mína til Bandaríkjanna. Ég mun enda í Maryland(þar sem kexið góða er búið til), eru þessar búðir fyrir fólk með sérþarfir. Svo fékk ég póst frá höfuðsmanni búðanna þar sem hann sagði hvað ég ætti að taka með. EN ég má ekki vera í fallegu, rauðu speedo sundskýlunni minni, ekki búast við því að eiga romance með öðru starfsfólki eða residents í búðunum, mun vinna meira en ég hef get ímyndað mér og þar af leiðandi hugsa oft um hvenær ég hafi tíma til að gera eitthvað fyrir sjálfan mig, s.s. bursta tennur og fara í sturtu. En mér lýst samt afar vel á þetta, ég er búinn að vinna að öllum líkindum um 6. ágúst, en flýg út 31. maí. Þarf núna að klára ýmislegt fyrir þessa ferð en skólinn er vonandi búinn eitthvað um 17-18 mai, annars veit ég ekkert um það.

|

þriðjudagur, maí 04, 2004

Það sem gerðist aldrei, gerðist 

Í dag er ég búinn með um 4/5 af fyrsta ári í læknisfræði. Vill einhver koma í læknaleik? Annars er maður núna að fara að hella sér í frekari lestur fram til laugardags. Þá hellir maður sér í stanslausa skemmtun og undirferli. Ég hef tekið eftir því að það er aldrei aldimmt yfir allan daginn. Aðeins um blánóttina er frekar dimmt en alltaf er smá ljósrák á hvolfinu sem fær mann til að trúa því og vita að ástin er kosmísk, en hughrif náttúrunnar eru eilíf. Samt veit maður að meðal maður um sjötugt (sem er ekki grænmetisæta) hefur farið 25567,5 sinnum á klósettið að gera númer tvö ef hlaupár er talið með. Þó má draga frá svona 700-1000 fyrir skiptin sem maðurinn hefur skitið beint í bleiju.
En ég spyr, hvað ætlar læknisfræði deild að skíta oft yfir okkur fyrsta árið, vonandi ekki jafn oft og sjötugur maður hefur skitið á kamarinn. Nú þegar hefur verið dregið af okkur viku í verknámi og okkur sagt að allt sem sé skipulagt á þessum bænum sé ekki endanlegt fyrir en það er búið spyr ég til hvers er verið að gera stundatöflu eða bara hafa eitthvað skipulag almennt. Þessi deild minnir mig á bóndan sem lofaði konunni sinni kú en sagði svo alltaf þegar konan gekk á hann um kaupin á kúnni "Jah, við höfum bara ekki skipulagt okkur nógu vel í ár, svo við þurfum að leggja harðar að okkur í ár". En kúin kom aldrei. Helvítis bóndadurgurinn.


|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?