<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, apríl 29, 2004

Prófaðu að ganga á tánum 

Nú er það ákveðið, ég ætla að fara til America í sumar, í boði Camp America að vinna í súmarbúðum fyrir börn. Ég sótti um stöðu í búðum þar sem fólk með sérþarfir eru. Ég fékk svo upphringingu um daginn þar sem ung og myndarleg kona (að mér heyrðist, annars veit maður aldrei) spurði hvor Carl Erling væri nokkuð á svæðinu. Ég sagði: "Yes hi, this me, I like dancing, play volley ball and mess with other peoples feelings". Annars var þessi dama frekar góð á því, þangað til hún fór að spyrja mig hvaða bók það væri sem ég las síðast. Ég svaraði um hæl að það hefði verið Hard boiled wonderland and end of the world by Haruki Murakami. Þá bað hún mig um að lýsa sögunni. Það er ekkert grín þar sem þetta er einskonar ævintýra-slash-sýrusaga, tvær sögur sem fléttast saman, önnur gerist í Tókíó en hin inni í hausnum á aðal sögupersónunni. Það fattar maður eftir þónokkurn tíma og í lokin kemst maður að því að ein sagan er framhald af hinni en þá er aðal sögupersónan að festast inni í hausnum á sér þar sem hann hefur skapað sína eigin borg og mannlíf. Í lokin þarf aðalpersónan svo að taka ákvörðun um það hvort hann vilji deyja eða vera fastur í sínum eigin hugarheimi um aldur og ævi. Þetta þurfti ég að segja við ókunnuga konu frá öðru landi á ensku, takk fyrir. Í miðjum klíðum sagði hún: ,, ó en gaman, ég hef mikinn áhuga á þessum rithöfundi, ég er nefnilega bókagagnrýnandi". Þá fór ég að svitna hinumeginn á línunni og fór að stama, enskan svolítið slöpp þessa dagana. En þetta gekk vel og í lokin fór hún að tala um kvikmyndir og spannst upp mikil umræða um Kill Bill. Hún bauð mér tvær stöður en hvorug hentaði mér. Hún sagði þá í lokin að hver sem tæki mig í vinnu yrði ekki fyrir vonbrigðum. Svo ég býð núna í ofvæni eftir nýjum vinnutilboðum.
Nú ætti ég að vera í lestri fyrir frumulíffræðipróf á þriðjudaginn, en hvað gerir maður ekki smá pásu, jafnvel fara að blogga, gera eitthvað nýtt.

Fer ég til America
ekki þú líka
Þú rotnar á landi ísa
ef þú ert ekki skvísa

|

föstudagur, apríl 16, 2004

blogg ársins  

Allir vilja fá fokking linka
Fæ mér byssu, drep þessa Inka
Gef eftir, ólíkt Spánverjum
er drápu þá með flensuherjum

Þetta er dæmi um vondkveðna vísu sem enginn ætti að hafa eftir, ekki þegar hann er fullur. Ég vil koma því á framfæri að síðasta helgi var góð, þó naktir karlmenn hafi ákveðið að sitja á bólstruðum stólum úr búslóð ömmu minnar heitinnar. Þar drukku menn gin og tonic fifty fifty í hálfslíters glösum, Bombay og Tanquarie. Já mér er fokking sama ef síðasta orðið í áðurskrifaðri setningu er stafað vitlaust. Svo var farið í höll Árna (Björns) í gufu og borðað steikt brauð úr fitu beikons sem haft var með á brauðlokuna.
Í lokin var hlustað á Requiem Mozarts undir stjórn Herr Karajan. Afar slappur páskadagur þar sem ég neyddist (komið af nauð) til að taka 500 mg Panodil (fyrir tvo, sá leikritið aldrei).
Fyrir ykkur læknanema, rústaði sálfræðiprófinu, enda er pabbi líka sáli.
Nú er föstudagur, djammdagur. Þótt ég hafi ekki farið í sturtu í kvöld vona ég að stelpurnar taki eftir því hvað ég sé fáránlega fallegur og saklaus strákur sem vill bara tala saman.

|

mánudagur, apríl 05, 2004

Hans og Gréta 

Síðan ég sá Le passion du christ (nokkurn veginn svona á tungumáli ástarinnar) hef ég ákveðið að hætta námi við læknadeildina. Nú halda sumir kannski að ég sé orðinn frelsaður og betri maður. Það er nú ekki raunin í dag. Ég sá hvað auðvelt væri að komast í gegnum lífið með að smjatta aðeins á verkum annarra. Hafa guðspjallamennirnir ekki kært Mel Gibson fyrir brot á einkarétti ennþá? Af því sem ég hef heyrt um t.d. Mattheus yrði ég ekki hissa á einni stærstu lögsókn allra tíma, hann er svoddan eiginhagsmunaseggur. Í þessari mynd tekur Gibson hvern "one linerinn" á fætur öðrum úr mismunandi guðspjöllum, splæsir þeim saman í einn graut og fær út handrit einnar vinsælustu bíómyndar allra tíma. Ég býst við að fyrirsögn blaðanna verði á næstu dögum: ,, Páfagarður ehf. kærir Gibson & co. fyrir ritstuldur og óþarfa mikla þjáningu á heilögum Jesus christus". Það eina sem Herr Gibson gerði með sinni eigin sköpunargleði var að bæta þessum öskrandi djöfli eða synd þarna í lokin. Mér fannst það ekki ekki skemmtileg eða flott sena. Svo þegar Jésus reis upp frá dauðum kom þessi agalegi taktur, svipað og þegar menn ganga til stríðs, þarna vantaði bara að Jésus segði á Arameísku: Let us beat the whole world (get því miður ekki skrifað þetta á frumtungunni). En góð mynd á heildina litið, flottir búningar og góður leikur.
En þá kem ég að punkti málsins, ég hef ákveðið að hætta í skóla, semja við Grimm um kvikmyndaréttinn á Hans og Grétu og gera úr því einn mesta splatter og þjáningagöngu sem mannkynið hefur séð. Að ímynda sér þetta, þau inni í skóginum í rifnum klæðum og í engum skóm, mamma þeirra og pabbi á eftir þeim með hnífa og barefli. Nei en þeirra bíður ekkert betra, bara vitskert norn sem hefur raunverulega barnagirnd. Myndin er að sjálfsögðu á þýsku.

Hans und Getha feat. Bill Murray and Courtney Love as Hans & Gretha, Elizabeth Taylor and P. Diddy as Mom and dad, Ingvar E. sigurðsson as witch and many more.....

Í nánd: tveggja síðna ritgerð um sjálfan mig og spurningin ,,hvar er fjólubláa hjólið mitt" verður rædd við sjálfan mig.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?